Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Brekkuskóla  

Úr jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar: 

"Í nýjum námskrám fyrir leikskóla og grunnskóla er jafnrétti skilgreint sem einn þeirra grunnþátta sem menntun skal byggja á. Jafnrétti skal því birtast í inntaki námsgreina og námssviða aðalnámskrár, í hæfni nemenda, námsmati, skólanámskrá og innra mati skóla. Leikskólar og grunnskólar bæjarins hafa sett sér jafnréttisáætlanir þar sem kveðið er á um jafnrétti í skólastarfi. Verkefni: Leikskólar og grunnskólar skulu vinna að jafnréttismálum í samræmi við lög og reglugerðir. Jafnréttisáætlanir skulu endurskoðaðar reglulega. Settur verður á laggirnar vinnuhópur sem hefur það verkefni að skilgreina þau viðmið sem nota skal við mat á stöðu jafnréttismála í skólunum sem og hvernig standa skuli að mati. Ábyrgð: Skólastjórar, fræðslustjóri. Áfangar: Vinnuhópur skal ljúka störfum í lok maí 2012. Í sjálfsmatsskýrslum skóla skal með reglubundnum hætti gera grein fyrir stöðu jafnréttismála út frá þeim viðmiðum sem sett verða".  (Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2011 - 2015)