2. sæti í Skólahreysti!

Brekkuskóli varð í 2. sæti í Skólahreysti. Keppnin var haldin í Íþróttahöllinni og þar kepptu nemendur í grunnskólum Akureyrar sín á milli í hinum ýmsu greinum sem reyna á kraft, styrk og þol keppenda. Keppnin var æsispennandi og lítill munur á stigum efstu liðanna.   Liðið okkar skipuðu; Tobías Þórarinn Matharel, Soffía Líndal, Benedikt Þór Guðmundsson og Alrún Eva Tulinius ásamt Ragnheiði Söru Steindórsdóttur og Guðmundi Jóvin Sigvaldasyni. 

Áhorfendur skemmtu sér konunglega í Höllinni og voru skólanum til sóma.

Já, við erum stolt af krökkunum sem tóku þátt í Skólahreysti fyrir hönd Brekkuskóla.