5. sæti í Skólahreysti

Brekkuskóli varð í 5. sæti í Skólahreysti.  Keppnin var haldin í Íþróttahöllinni þar sem tíu skólar frá Akureyri og úr sveitum og bæjum í kring öttu kappi, riðillinn var afar jafn og spennandi.   Liðið okkar skipuðu: Thelma Sól Gröndal, Krista Dís Kristinsdóttir, Fjölnir Skírnisson, Gísli Már Þórðarson og Emma Ægisdóttir.  Að þessu sinni voru engir áhorfendur í Höllinni en sýnt var beint frá keppninni á RÚV.  Við erum afskaplega stolt af krökkunum sem tóku þátt í Skólahreysti fyrir Brekkuskóla.