"ACTIVE" Erasmus+ verkefni í Brekkuskóla

Frá árinu 2004 hefur Brekkuskóli verið þátttakandi í ESB-verkefnum í samstarfi við aðra skóla í Evrópu. Frá árinu 2019 hefur Brekkuskóli tekið þátt í Erasmus+ School Exchange Partnership sem ber yfirskriftina “ACTIVE”. 
Samstarfsskólar Brekkuskóla eru staðsettir í Danmörku, Englandi, Finnlandi, Möltu og Tyrklandi.  

Markmið verkefnisins fyrir nemendur er: 

  • Að þeir verði virkari í námi sínu og meðvitaðri um hvernig þeir læri best 

  • Að þeir nýti í auknum mæli upplýsingatækni námi sínu 

  • Að þeir læri að vinna með nemendum frá öðrum þátttökulöndum 

Markmið verkefnisins fyrir kennara er: 

  • Að þeir þrói hæfni sína til að hjálpa nemendum við að auka virkni í námi 

  • Að þeir auki notkun á upplýsingatækni í kennslu 

  • Að þeir auki hreyfingu í kennslu 

  • Að þeir fái nýjar hugmyndir og læri nýjar aðferðir frá þátttökuskólunum 

Vikuna 21.-25. nóvember koma níu kennarar og sjö nemendur frá þátttökuskólunum í heimsókn í Brekkuskóla. Von var á mun fleirum í heimsókn en vegna Covid-19 urðu breytingar þar á. Meðal kennara og nemenda hefur verið mikil tilhlökkun vegna gestakomunnar. Gestakennarar munu taka að sér kennslu og kynningar í tímum á öllum stigum í Brekkuskóla á meðan á dvöl þeirra stendur. Gestanemendur munu fá innsýn í skólastarfið í Brekkuskóla ásamt því að kynnast nemendum og foreldrum. Vonandi eiga allir eftir að hafa gagn og gaman af og gestirnir fari glaðir heim með nýja reynslu í farteskinu.  

Hér er tenging inn á heimasíðu verkefnisins.

Twinspace síða verkefnisins.