Aðalfundur foreldrafélags Brekkuskóla

Kæru foreldrar og forráðamenn, nú er komið að aðalfundi foreldrafélags Brekkuskóla en hann verður haldinn þann 28. október kl 20:00 í sal skólans.  Léttar veitingar verða í boði.

Dagskrá fundar er eftirfarandi:

1.Skýrsla stjórnar 
2.Gjaldkeri gerir grein fyrir endurskoðun ársreikninga
3.Umræður um Skýrslu stjórnar og atkvæðagreiðsla um ársreikninga
4.Kosning stjórnar samkvæmt 4. grein 
5.Fyrirlestur: Elín Karlsdóttir sálfræðingur kemur og talar um kvíða barna á tímum covid, heimsfaraldurs, mál sem varðar mörg okkar á þessum skrýtnu og fordæmalausu tímum. 
6.Önnur mál

Sjáumst vonandi sem flest og eigum góða stund saman.

Foreldrafélagið heldur fundi mánaðarlega. Þar eru ýmis mál rædd um hag barnanna og peningum félagsins úthlutað í ýmis verkefni á vegum skólans í þágu barnanna okkar.

Stjórn foreldrafélagsins