Akureyri bærinn minn

Í gær og í dag voru þemadagar í Brekkuskóla um Akureyri. Nemendum var blandað saman í hópa úr 1. -5. bekk og úr 6. - 10. bekk.  Nemendur fræddust um bæinn sinn og nánasta umhverfi og það sem Akureyri hefur upp á að bjóða.  Einnig var horft til fortíðar, nútíðar og framtíðar í tengslum við Akureyri.

Verkefnin voru mjög fjölbreytt og fóru nemendur m.a út í kirkjutröppuhlaup og vettvangsferðir á Iðnaðarsafnið og Listasafnið. Miðbær Akureyrar var byggður upp í Minecraft og nemendur unnu myndbönd og hlaðvarpsþætti þar sem talað var við áhugavert fólk og tekið á ýmsum málum. Þessi vinna gekk glimrandi vel og var gaman að fylgjast með börnunum vinna saman að fjölbreyttum verkefnum. 

Afrakstur vinnunnar prýðir nú veggi og ganga skólans.

Vel heppnaðir og skemmtilegir þemadagar. Hér má nálgast myndir.