Aukin Covid smit í Brekkuskóla

Skjótt skipast veður í lofti og nú er staðan á Covid smitum í Brekkuskóla þannig að það eru smit í öllum árgöngum skólans. Vinnulagið hjá skólanum er þannig að ef þarf að kyrrsetja bekki heima eða rekja smit í skólanum er haft samband við þá árganga / bekki. Ef smit hefur greinst í leyfi nemenda eða í sóttkví og verður ekki rakið inn í skólann upplýsir skólinn ekki um það sérstaklega. 

Árétta skal mikilvægi þess að huga að persónulegum sóttvörnum og að nemendur mæti ekki í skólann séu þeir með einhver flensu- eða kvefeinkenni. 

Við þökkum gott samstarf undanfarna daga. 
Baráttukveðjur úr Brekkuskóla