Bekkjarmót í skák

Skákfélagið hefur staðið að skákkennslu í þremur grunnskólum í bænum í vetur. Í Brekkuskóla var nú í maíbyrjun efnt til bekkjarmóta í fjórða og fimmta bekk.

Bekkjarmót fjórða bekkjar fór fram 3. maí. Þar voru keppendur 18 talsins og tefldu fimm skákir hver. Jóel Arnar Jónasson var fremstur í hópi jafningja, fékk 4,5 vinninga í skákunum fimm. Á hæla hans komu þeir Valur Ásgrímsson og Jóakim Elvin Sigvaldason með 4 vinninga. 

Fimmtabekkjamótið var háð daginn eftir, 4.maí. Þar vor keppendur 12 talsins og bekkjarmeistari varð Egill Ásberg Magnason með 4,5 vinning í fimm skákum. Jöfn í öðru sæti með 4 vinningu urðu þau Alexía Lív Hilmisdóttir og Helgi Kort Gíslason

Keppnin á báðum mótum var tvísýn og spennandi og keppnisandinn ótvíræður. Úrslitin réðust báða dagana á dramatískan hátt í síðustu umferð.

Vonir standa til þess að skákkennslunni verði haldið áfram á næsta skólaári.