Brekkuskólapeysur

10. bekkur ætlar að selja skólapeysur í dag á árshátíðinni. Peysurnar verða merktar nafni barns og Brekkuskóla. 

Peysa í barnastærð kostar 6500 kr. 

Peysa í fullorðinsstærð kostar 6900 kr.

Peysurnar verða fáanlegar í 7 litum sem hægt er að sjá á veggnum í „peysusöluhorninu“ sem staðsett er við setustofu nemenda.

Merkingin verður BREKKUSKÓLI niður aðra ermina og svo nafn barns á brjósti.

Ágóði peysusölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.