Brekkuskóli í 5. sæti í Pangea stærðfræðikeppninni

Við óskum Stefáni Birni Vigfússyni innilega til hamingju  með árangur sinn í Pangea stærðfræðikeppninni.

2129 nemendur úr áttunda bekk hófu keppni í febrúar og af þeim voru rúmlega 50 sem komust alla leið í lokaumferð. Stefán var einn þeirra og endaði ásamt þremur öðrum jafn að stigafjölda í 3. sæti lokaumferðar. Þegar búið var að taka saman stigafjölda úr fyrri umferð  var lokaniðurstaðan 5. sæti fyrir Stefán Björn.

Glæsilegur árangur :-)