Dagur íslenskrar náttúru

Þann 16. september sl. var Dagur íslenskar náttúru. Af því tilefni þreyttu nemendur Brekkuskóla verkefni sem fólst í því að þekkja fugla, plöntur eða staði á Íslandi. Veittar voru viðurkenningar fyrir bestan árangur í hverjum árgangi.

Nafnbótina Náttúrufræðingur Brekkuskóla hlutu tveir að þessu sinni. Björk Hannesdóttir í 6. TU og Snædís Hanna Jensdóttir 7. EJ. Við óskum þeim innilega til hamingju. Hér má sjá myndir.