Ekki skólabíll í vetur

Við gerð fjárhagsáætlunar Akureyrarbæjar fyrir árið 2020 var ekki gert ráð fyrir skólaakstri úr innbænum. 

Því mun nemendum Brekkuskóla sem búa í innbænum ekki verða boðið upp á skólaakstur í vetur. Skólayfirvöld á Akureyri biðjast afsökunar á því hve seint þessi tilkynning berst.