Brekkuskólaleikar 2025

Gleði og samvera einkenndu Brekkuskólaleikana sem haldnir voru í dag með glæsibrag. Nemendur skólans tóku þátt í fjölbreyttum og skemmtilegum stöðvum ásamt vinabekkjunum sínum. Á skólalóðinni spruttu upp litríkar krítarmyndir og sápukúlur sveimuðu um loftið á meðan nemendur dönsuðu af innlifun.

Íþróttahöllin iðaði af lífi þar sem þrjár spennandi íþrótta- og leikjastöðvar buðu upp á hressandi hreyfingu. Í sal Brekkuskóla var svo kraftmikill ásadans þar sem gleði og samheldni nemenda skein skært.

Brekkuskólaleikar eru frábært dæmi um hvernig við getum styrkt vinabönd og skapað ógleymanlegar minningar saman.

Hér er hægt að sjá myndir frá leikunum.