Kæru starfsmenn, foreldrar og forráðamenn í Brekkuskóla.
 
 Í framhaldi af upplýsingafundi stjórnvalda varðandi takmarkanir í samfélaginu má búast við breyttu fyrirkomulagi á skólastarfi eftir helgi. Skólastjórnendur munu endurskipuleggja skólastarfið í samræmi við lög og reglugerðir frá stjórnvöldum. Fram hefur komið að stjórnvöld munu koma með nánari útfærslu og upplýsingar um takmarkanir á skólastarfi nú um helgina. Sendur verður tölvupóstur  síðdegis á sunnudag um framhaldið. Við biðjum ykkur því um að fylgjast vel með tölvupósti og tilkynningum á heimsíðu skólans. 
 
 Baráttukveðjur úr skólanum
 Skólastjórnendur
| v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is | Skrifstofa skólans er opin frá  | 
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is