Góður árangur skáksveitar Brekkuskóla

Sveit fjögurra stráka úr sjötta bekk Brekkuskóla tók þátt í Íslandsmóti barnaskólasveita (1-7. bekk) sem fram fór í Reykjavík um helgina. Sveitina skipuðu þeir Tobias Þórarinn Matharel, Emil Andri Davíðsson, Gunnar Logi Guðrúnarson og Brimir Skírnisson. Tefldar voru 8 umferðir á mótinu og bar Brekkuskóli sigur úr býtum í fimm viðureignum. Uppskeran var alls 18 vinningar af 32 mögulegum og fimmta sætið í hópi 23 sveita. Brekkuskóli varð langefstur landsbyggðarsveita og hlaut veglegan bikar að launum. 

Á myndinni má sjá (í fremri röð frá vinstri) Gunnar Loga, Emil Andra, Brimi og Tobias. Að baki þeim Áskell Örn liðsstjóri og Hjörvar Steinn Grétarsson stórmeistar, sem afhenti verðlaun. Myndin var sótt á skak.is, þar sem finna má ítarlega umfjöllun um mótið.