Fiðringur

Nemendur á unglingastigi Brekkuskóla tóku þátt í Fiðringi hæfileikakeppni grunnskólanna á Akureyri.  Hópurinn samdi atriði og hefur æft af kappi alla vorönnina undir handleiðslu leiðbeinanda.  Mikil áhersla var lögð á sjálfstæð og lýðræðisleg vinnubrögð og kom hugmyndin og útfærslan frá nemendum sjálfum.  Hópurinn sá alfarið sjálfur um tæknina, búninga, förðun, hanna dansa, skrifa texta og allt sem viðkemur sýningunni.  Þau stóðu sig frábærlega fyrst í undankeppninni í Tjarnarborg í Ólafsfirði og svo í Hofi þar sem lokakeppnin fór fram. 

Hópinn skipa:  Anna Kristín Þóroddsdóttir, Anton Bjarni Bjarkason, Anton Dagur Björgvinsson, Auðuru Gná Sigurðardóttir, Birkir Kári Helgason, Emilía I Guðjónsdóttir, Harpa Rán Jónasdóttir, Heba Dröfn Rúnarsdóttir, Ísabel Stefánsdóttir, Katrín Karlinna Sigmundsdóttir, Katrín Lilja Árnadóttir, Marsibil Stefánsdóttir, Ragnheiður Sara Steindórsdóttir, Rósa María Hjálmarsdóttir og Signý María Axfjörð. 
Brekkuskóli þakkar Fiðringskrökkum fyrir frábæra vinnu og sýningu!