Fiðringur á Norðurlandi

Fiðringur á Norðurlandi er hæfileikakeppni grunnskólanna að fyrirmynd Skrekks í Reykjavík og Skjálftans á Suðurlandi.
Þetta er í fyrsta skipti sem Fiðringur fer fram og í ár taka þátt átta skólar frá Akureyri og nágrenni. 
Haldin var samkeppni um verðlaunagripinn og er skemmst frá því að segja að hugmynd Önnu Lóu Sverrisdóttur nemanda í Brekkuskóla var valin.  Um 16 nemendur í Brekkuskóla tóku þátt í keppninni sjálfri og stóðu sig afburða vel.  Atriðið heitir: Unglingsárin mín og fjallar um stelpu og hennar þroska frá barnsaldri til unglingsára.  Sýnt var beint frá keppninni á Rúv.