Fjölmenning í Brekkuskóla - afrakstur þemadaga

Síðustu tvo daga hefur skólinn verið undirlagður í þemavinnu í tengslum við fjölmenningu í Brekkuskóla.  Nemendur fræddust um fjöldamörg lönd, þjóðir og menningu á fjölbreyttan hátt.  Nemendur voru mjög áhugasamir í þessari vinnu eins og sjá má á myndum af verkum þeirra.  Foreldrar kíktu í heimsókn og var gaman að fylgjast með nemendum sem gengu með þeim um skólann og sýndu afraksturinn.   

Hér má skoða myndir frá þemadögum.