Fögnum fjölbreytileikanum

Skemmtileg frétt á heimasíðu Háskólans á Akureyri. 

Í tilefni af degi íslenskrar tungu 2018 var efnt til ritlistarsamkeppni fyrir börn á Akureyri sem ekki hafa íslensku að móðurmáli. Verkefnið var samstarfsverkefni Háskólans á Akureyri, Akureyrarbæjar, Amtsbókasafnsins og KEA. Verðlaun í keppninni voru afhent við hátíðlega athöfn á Amtsbókasafninu 17. nóvember. 

Nemendur úr Brekkuskóla tóku þátt í þessari keppni og stóðu sig vel.  Þess má geta að Navaneethan Sathiya Moorthy nemandi í 7. bekk fékk sérstök verðlaun í flokki 11 – 13 ára fyrir sögu sem hann skrifaði. 

Á þessari slóð má nálgast fréttina:

https://www.unak.is/is/samfelagid/frettasafn/frett/fognum-fjolbreytileika-islenskunnar