Foreldrafundir í 1., 3., 5. og 8. bekk

Nú er komið að árlegum foreldrafundum hjá fjórum árgöngum í Brekkuskóla. Markmið fundanna er að efla tengsl milli foreldra og á milli foreldra og skólans. Kynna starf skólans og skapa skemmtilegt tækifæri til samveru.

Dagsetningar og tímar

  • 1. bekkur: 8. og 15. september
  • 3. bekkur: 9. og 16. september
  • 5. bekkur: 10. og 17. september
  • 8. bekkur: 11. og 18. september

Allir morgunfundir eru kl.:  8:15–9:15

Seinni parts fundirnir eru kl.:  16:30–18:00

Dagskrá

  • Fyrra skiptið: Foreldrar hittast á sal, erindi frá samfélagslögreglunni og kynning skólastjórnenda á starfi skólans.
  • Seinna skiptið: Foreldrar og nemendur. Foreldrar halda bekkjarfund í heimastofu á meðan nemendur taka þátt í hópefli með íþróttakennurum. Að lokum er boðið upp á súpu og brauð í matsalnum.

Mikilvægt 

Öll börn þurfa að eiga fulltrúa á báðum fundum. Ef foreldrar komast ekki er óskað eftir að einhver nákominn mæti í þeirra stað.