Fræðsla í 8. 9. og 10. bekk

Í dag fengum við heimsókn frá lögreglunni sem ræddi við nemendur í 8. 9. og 10. bekk um ýmislegt sem unglingar þurfa að vita. Meðal annars var rætt um myndbirtingar á netinu, ofbeldi, hvað þýðir að vera sakhæfur, afleiðingar ofbeldis bæði fyrir gerendur og þolendur og hvenær er maður þátttakandi í glæp. Hvert skal leita lendi maður í ofbeldi eða verður vitni að slíku.

Unglingarnir okkar voru til sóma og þökkum við lögreglunni kærlega fyrir komuna og gott spjall.