Fræðslufundur fyrir foreldra unglinga

Heimili og skóli og Rannsóknir og greining bjóða upp á fræðslu fyrir foreldra barna í 8.-10. bekk og fyrstu bekkjum framhaldsskóla. Rannsóknir hafa sýnt að stuðningur og viðhorf foreldra skipta gríðarlegu máli þegar kemur að námsárangri, líðan og forvörnum gegn áfengis og vímuefnaneyslu. 

Dagskrá

Hvernig líður börnunum okkar?
Margrét Lilja Guðmundsdóttir sérfræðingur hjá Rannsóknum og greiningu og kennari á íþróttafræðisviði Háskólans í Reykjavík fjallar um niðurstöður rannsókna meðal barna og unglinga í ykkar sveitarfélagi.

kaffihlé

Foreldrar eru bestir í forvörnum

Bryndís Jónsdóttir verkefnastjóri hjá Heimili og skóla fjallar um mikilvægi foreldra í forvörnum og 18 ára ábyrgð. 

 

Fundurinn verður haldinn í Síðuskóla þriðjudaginn 7.nóvember klukkan 20:00