Framkvæmdir á lóð Brekkuskóla

Það er afar ánægjulegt að á þessu ári hefur verið ákveðið að ráðast í endurbætur á skólalóð Brekkuskóla. Það er því miður ekki hægt að geyma allar framkvæmdirnar fram á sumar og því hefur nú verið hafist handa við að skipta um jarðveg undir nokkrum leiktækjum. Svæðið sem unnið er á er vel girt af en vissulega verður það áskorun fyrir okkur að hafa framkvæmdir á lóðinni.

Stærstur hluti framkvæmdanna verður hins vegar framkvæmdur eftir skóla í vor en þá verður m.a.  reistur stór og glæsilegur kastali hjá okkur og einnig fáum við skemmtilegt jafnvægistæki. Svæðið undir körfunum sem eru við norður hlið skólans verður lagfært og við vonumst eftir að það styttist í að við fáum körfuboltavöll eins og kominn er við marga skóla bæjarins þó svo að hann komi ekki á þessu ári.