Fuglaþema í 5. bekk

Þessa dagana er 5. bekkur að vinna spennandi fuglaþema og má sjá nokkrar myndir af flottum fuglum hér á síðunni. Þar völdu krakkarnir sér fugl úr íslensku fuglaflórunni til að skoða og segja frá. Þessi vinna var svo samþættuð með listgreinum og  upplýsingatækni. Hver og einn nemandi bjó til sinn fugl í smíðum eða myndmennt. Einnig vinna nemendur kynningu um hvern fugl sem þau flytja fyrir bekkinn. Þetta er einstaklega spennandi og gefandi vinna