Gjöf til Brekkuskóla

Brekkuskóla var færð gjöf í tilefni af því að Örn Ingi Gíslason myndlistarmaður hefði orðið 75 ára 2. júní 2020.  Verkið er innsetningarverk og  vonandi nemendum innblástur í listsköpun.  Það er gefið með ósk um að nemendur kveiki á perunni og láti ljósið loga.   

Örn Ingi var sjálfmenntaður myndlistarmaður og fékkst við landslagsmálverk, ljósmyndir, gjörninga, skúlptúra og innsetningar. Hann var um langt skeið ein af driffjöðrunum í menningarlífi Akureyrar auk þess að fást við kennslu og dagskrárgerð fyrir útvarp og sjónvarp. 

Brekkuskóli þakkar fyrir þessa fallegu gjöf:-)