Gjöf til skólans

Á dögunum barst skólanum vegleg gjöf. Um er að ræða eggjasafn í eigu Ólafs Þ. Jónssonar. Safnið samanstendur af yfir 70 eggjum og þar á meðal eru dýrgripir á borð við hafarnaregg og fasanaegg svo eitthvað sé nefnt. Ólafur orðaði það sjálfur þannig að þetta væru egg frá flestum þeim fuglum sem verptu á Íslandi fyrr á árum en ekki ætti hann egg frá þeim sem nýlega hefðu hafið hér búsetu. Brekkuskóli þakkar Ólafi kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf.