Góðgerðarstarf til styrktar Unicef

Nemendur í Brekkuskóla héldu fatamarkað í skólanum í maí til styrktar Unicef, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Fatnaðurinn kom frá heimilum nemenda.

Ágóði markaðarins er 72.000 kr. sem lagðar hafa verið inn hjá Unicef.