Göngum í skólann

Brekkuskóli tók þátt í átakinu göngum í skólann sem er verkefni á vegum Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Embætti landlæknis, Mennta- og menningarráðuneytisins, Ríkislögreglustjóra, Samgöngustofu, Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Heimilis og skóla. Átakið átti sér stað dagana 11. - 20. september. 7. bekkur stóð sig framúrskarandi vel þessa daga og hlaut því gullskóinn til varðveislu. Hér má sjá fleiri myndir af afhendingu gullskósins.

Vel gert 7. bekkur :-)