Göngum í skólann 2025

Í september tóku nemendur Brekkuskóla þátt í verkefninu Göngum í skólann þar sem markmiðið er að hvetja til virks ferðamáta til og frá skóla. Nemendur og kennarar lögðu sig fram við að ganga, hjóla eða nýta aðrar umhverfisvænar leiðir í stað bílsins.

Þátttakan var mjög góð og sýndu bekkirnir mikinn metnað í að safna stigum.

Bekkirnir mældust með á bilinu 68,5% – 92,2% þátttöku og mjög jöfn keppni var á milli efstu bekkja.

Að lokum stóð 7. bekkur uppi sem sigurvegari og hlaut að þessu sinni viðurkenninguna „Gullskórinn“.

Við óskum 7. bekk innilega til hamingju með frábæran árangur og þökkum öllum nemendum fyrir góða þátttöku.