Göngum í skólann – Brekkuskóli tekur þátt!
Miðvikudaginn 3. september hefst verkefnið Göngum í skólann og stendur til 1. október.
Markmiðið er að hvetja börn til að ganga eða hjóla í skólann, bæta öryggi í umferðinni og minna á mikilvægi reglulegrar hreyfingar.
Allir nemendur fá endurskinsmerki þriðjudaginn 2. september.
Í september verður haldin keppnin Gullskóinn, þar sem bekkir keppa um að ferðast sem mest með virkum ferðamáta.
Við hvetjum foreldra og forráðamenn til að ganga með börnum sínum í skólann fyrsta daginn – sérstaklega þeim yngstu.
Nánar um verkefnið: www.gongumiskolann.is
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is