Heimsókn 9. - 10.b. að Laugum í Reykjadal

Fimmtudaginn 18.apríl bauð framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal 9. og 10.bekkingum Brekkuskóla í heimsókn. Markmið heimsóknarinnar var að kynna það nám sem skólinn hefur upp á að bjóða. Nemendur okkar voru upp til hópa ánægðir með ferðina og mörgum fannst lífið í Laugum mjög spennandi. Okkur langar að þakka framhaldsskólanum á Laugum kærlega fyrir góðar móttökur og frábæra kynningu á þeirra góða skóla.