Auknar sóttvarnir

Kæru foreldrar og forráðamenn nemenda í Brekkuskóla

Nú er verið að herða tökin hvað varðar sóttvarnir í skólanum.  Breytingarnar taka gildi þriðjudaginn 20. október og snúa fyrst og fremst að starfsfólki.  Einu breytingarnar hvað varðar nemendur eru að þeir munu sjá starfsfólk meira með grímur en áður.  Til og með 26. október verður skólanum lokað fyrir öllum utanaðkomandi aðilum. Ef foreldrar eiga brýnt erindi í skólann þá er nauðsynlegt að vera með grímu og láta ritara vita af sér.  Símanúmer skólans er á öllum útihurðum.  

Með góðum kveðjum úr skólanum.
Skólastjórnendur