Hjól

 

Í dag var rætt við nemendur í öllum árgöngum um hjól og umgengni við þau.  Skilaboðin voru skýr, við fiktum aldrei í hjólum sem aðrir eiga og við athugum hvort það sé allt eins og það á að vera áður en við leggjum af stað á hjólinu.  Borið hefur á því að verið sé að losa rær á reiðhjólum þannig að hjólabúnaður losnar.  Þetta getur haft stórhættulegar afleiðingar og skapað mikla slysahættu. 

Við óskum eftir því að foreldrar og forráðamenn ræði þetta einnig heima til að tryggja það að börnin okkar geti verið örugg á hjólunum sínum.