Jákvæð samskipti fyrirlestur fyrir foreldra

Foreldrafélagið býður öllum foreldrum og forráða-mönnum barna í Brekkuskóla á fyrirlestur 
22. október 2019 kl. 17:00-18:30 í sal Brekkuskóla.

Fyrirlesturinn heitir Jákvæð samskipti og er fyrirlesarinn Páll Ólafsson.

Páll er félagsráðgjafi, sviðstjóri ráðgjafar- og fræðslusviðs Barnaverndarstofu og fimm barna faðir. Hann fjallar um það hvað einkennir góð samskipti foreldra og barna og hvernig við getum forðast  slæm samskipti. Páll verður með áhugaverðan en umfram allt skemmtilegan fyrirlestur um samskipti í fjölskyldum.

Þessi fyrirlestur samræmist mjög Uppbyggingarstefnunni sem Brekkuskóli vinnur með og því kjörið tækifæri fyrir okkur foreldra að fá góðar hugmyndir til góðra samskipta.

Verum dugleg að mæta :)