Lundarskóli í vinaheimsókn

Nemendur í 6. bekk í Lundarskóla heimsóttu jafnaldra sína í Brekkuskóla.  Fjölmennt var í íþróttatíma í Höllinni þar sem um 120 börn voru saman í leik og hreyfingu.  Börnin voru til fyrirmyndar, hlustuðu, voru kurteis, glöð og virk í því sem verið var að gera.  Stefnt er að því að Brekkuskóli heimsæki Lundarskóla á vorönn og er tilhlökkun í hópnum.