Námsgögn haustið 2017

Akureyrarbær hefur ákveðið að útvega nemendum í grunnskólum bæjarins öll helstu námsgögn í byrjun næsta skólaárs. Í undirbúningi er útboð og að því loknu verður ljóst hve vel upphæðin sem lögð er í þetta dugir. Ef til vill stendur eitthvað útaf og verða upplýsingar um það væntanlega sendar út í ágústmánuði. Skólatöskur og íþrótta- og sundfatnað þurfa nemendur að koma með sjálfir.