Norræna plastkapphlaupið

7. bekkur tók þátt í Norræna plastkapphlaupinu en það er kennsluhugmynd, þar sem athyglinni er beint að plastmengun í náttúrunni og gripið til aðgerða gegn henni. Þetta er kapphlaup við tímann – fyrir framtíð okkar allra og móður jörð. Krakkarnir stóðu sig vel og söfnuðu á 15 mínútum rusli sem fór í 3 fulla svarta ruslapoka.