Norræna skólahlaupið

 Við í Brekkuskóla tókum þátt í Norræna skólahlaupinu eins og undanfarin ár.  Börnin hlupu mis langt þau yngstu 1 km en þau eldri 5 km.  Samanlagt hlupum við um 1700 km sem er mjög gott.  Til samanburðar er hringvegurinn 1332 km.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Þátttaka íslenskra grunnskólanemenda hefur verið mjög góð og almenn í gegnum árin.

 Norræna skólahlaupið

Með Norræna skólahlaupinu er leitast við:

-Að hvetja nemendur til þess að æfa hlaup og auka með því útiveru og hreyfingu.

- Að kynna og skýra nauðsyn þess að hreyfa sig, reyna á líkamann og stuðla þannig að betri

heilsu og vellíðan.