Nýr vefur Brekkuskóla

Nýr vefur Brekkuskóla var opnaður í dag, mánudaginn 4. september 2017.

Það er von okkar að nýi vefurinn komi betur til móts við þarfir notenda. Vefurinn er hannaður þannig að hann stillir sig sjálfvirkt af fyrir þau tæki sem birta hann og hentar vefurinn því jafnvel til skoðunar á borðtölvum, spjaldtölvum og í snjallsímum. Þetta er afar mikilvægt þar sem sífellt stærri hópur notenda styðst eingöngu við snjallsíma við að leita að upplýsingum.

Þótt vefurinn hafi verið opnaður í dag verður hann áfram í mótun. Ábendingar frá notendum um það sem betur má fara eru því vel þegnar. Hægt er að senda ábendingar á netföngin siggamagg@akmennt.is og fjolad@akmennt.is