Nú erum við búin að skila inn til ÍSÍ gögnum vegna þátttöku Brekkuskóla í Ólympíuhlaupi ÍSÍ. Nemendur stóðu sig frábærlega og samanlagt hlupu þeir 661 kílómetra. Alls voru 371 nemandi sem tók þátt. Allir bekkir hlupu í sínum íþróttatímum og lögðu sitt af mörkum til þessa skemmtilega og hvetjandi heilsuviðburðar.
Ólympíuhlaup ÍSÍ, sem áður hét Norræna skólahlaupið, hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá árinu 1984, þegar það fór fyrst fram. Með hlaupinu er leitast við að hvetja nemendur til reglulegrar hreyfingar og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Við hjá Brekkuskóla erum stolt af nemendum okkar fyrir góða þátttöku, jákvætt viðhorf og samstöðu í verkefninu :-)
v/Skólastíg | 600 Akureyri kt. 410169-6229 Sími: 414-7900 Frístund sími 414-7979 Netfang: brekkuskoli@akureyri.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Tilkynningar um veikindi eða óskir um leyfi nemenda: 414 7900 / brekkuskoli@akureyri.is