Páskakveðja

Ágætu nemendur, foreldrar og forráðamenn

 

Megi dagarnir framundan færa ykkur gæfu og gleði. Nú njótum við nærumhverfis og ferðumst helst innanhúss. Þó að snjói í þessum rituðu orðum þá styttir upp um síðir:-) 

Skólastarf hefst að loknu páskafríi þriðjudaginn 14. apríl og verður með sama sniði og nú er. 

Könnun er varðar mætingu nemenda eftir páskafrí verður send með tölvupósti í kringum næstu helgi. 

Starfsfólk Brekkuskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra páska

Hér er páskakveðja frá Brekkuskóla: 

https://www.smore.com/y8v3mt