Peysusala - Brekkuskólapeysur

10. bekkur ætlar að selja skólapeysur á árshátíðardaginn. Peysurnar verða merktar nafni barns og Brekkuskóla. 

Peysurnar verða fáanlegar í 3 litum sem hægt er að sjá í sjoppunni sem staðsett er við setustofu nemenda.

Merkingin verður BREKKUSKÓLI á brjósti og svo nafn barns á erminni.

Ágóði peysusölu rennur í ferðasjóð 10. bekkjar.

Eftir árshátíð er hægt að panta peysur hjá  Guðrúnu Hönnu kennara - gudrunhanna@akmennt.is eða Aðalheiði deildarstjóra - heidab@akmennt.is