Rýmingaræfing 14. september

Við ætlum að æfa okkur í að rýma skólann þriðjudaginn 14. september.  Nemendur æfa sig í að ganga út úr skólanum á skipulagðan hátt og fara í raðir á sparkvelli.  Brunabjöllur verða ræstar þannig að ef foreldrar hafa fengið félagshæfnisögu senda heim þá er mikilvægt að fara yfir hana því að hávaðinn í bjöllunum getur vakið ugg hjá yngstu börnunum.  Við leggjum áherslu á að rýmingin fari fram á yfirvegaðan hátt og að allir haldi ró sinni.