Samtalsdagar 3. og 4. febrúar

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur verið ákveðið að hafa samtölin sem verða fimmtudaginn 3. febrúar og föstudaginn 4. febrúar rafræn. Gert er ráð fyrir að nemendur mæti ásamt foreldrum í gegnum fjarfund.

Eins og áður skrá foreldrar tíma í gegnum Mentor undir flísinni „Bóka foreldraviðtal“ og fá í kjölfarið slóð á teams fund frá kennara. 

Opnað verður fyrir skráningu í Mentor mánudaginn 31.01.2022