Skólabyrjun haustið 2023

Senn líður að skólabyrjun.  Skólastarf í Brekkuskóla hefst með því að nemendur og forráðamenn eiga samtal við umsjónarkennara dagana 22. og 23. ágúst.  Nánari upplýsingar verða sendar í tölvupósti þegar nær dregur skólabyrjun.  Kennsla hefst fimmtudaginn 24. ágúst.  Nemendur í 1. bekk mæta kl. 9 þann dag en aðrir nemendur samkvæmt stundaskrá kl. 8:00.  Megi veturinn færa okkur öllum gleði og gott gengi:-)