Skólabyrjun í Brekkuskóla

Dagana 23. og 24. ágúst eru rafrænir viðtalsdagar í skólanum hjá 2. -10. bekk . Foreldrum og nemendum 1. bekkjar er boðið í viðtal hjá sínum umsjónarkennara.

Við minnum á að vegna takmarkana eru foreldrar ekki að mæta í skólann að svo stöddu nema þeir séu boðaðir sérstaklega. Grímuskylda er á alla utanaðkomandi sem koma inn í skólann.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst.

Hlökkum til góðs samstarfs á komandi vetri.