Skólahreysti 2022

Brekkuskóli tók þátt í  Skólahreysti sem haldin var í Íþróttahöllinni í gær.  Átta skólar frá Akureyri og úr sveitum og bæjum í kring öttu kappi.   Liðið okkar skipuðu: Anna Lóa Sverrisdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir, Fjölnir Skírnisson, Róbert Mackay, María Bergland Traustadóttir og Gabríel Birkir Sigurðsson.  Sýnt var beint frá keppninni á RÚV. 

Við erum afskaplega stolt af krökkunum sem tóku þátt í Skólahreysti fyrir Brekkuskóla.