Skólahreysti 2023

Brekkuskóli tók þátt í 2. riðli í Skólahreysti sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri í gær, 26. apríl.  Tíu skólar frá Akureyri og úr sveitum og bæjum í kring öttu kappi.  Liðið okkar stóð sig frábærlega og endaði í 5 sæti.  Þau sem kepptu fyrir hönd Brekkuskóla voru: Kristófer Lárus Jónsson, Emma Bríet Tómasdóttir, Margrét Anna Jónsdóttir, Gabríel Birkir Sigurðsson, Ída Ösp Barkardóttir, Matthías Birgir Jónsson og Ellen Kara Ívarsdóttir.