Skólahreysti 30. apríl 2024

Skólahreysti var haldið í íþróttahöllinni á Akureyri þann 30. apríl og áttum við í Brekkuskóla lið þar eins og undanfarin ár. Liðið okkar skipuðu þau Sigríður María Þórðardóttir í armbeygjum og hreystigreip, Heiðar Húni Jónsson í upphífingum og dýfum og Alrún Eva Tulinius og Tóbías Þórarinn Matharel í hraðabraut. Þeim til halds og trausts voru þau Ragnheiður Sara Steindórsdóttir og Matthías Birgir Jónsson klár í að koma inn ef eitthvað kæmi upp á.

Allir keppendur Brekkuskóla, sem og annarra skóla, stóðu sig frábærlega. Það munaði ekki nema örfáum stigum að Brekkuskóli kæmist á pall en skólarnir í kringum Akureyri röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin og svo kom Brekkuskóli í því fjórða, efstur Akureyrarskóla og eigum við því montréttinn þetta árið innan bæjarmarkanna 🙂.   

Að lokum er vert að minnast á stuðningsfólkið sem mætti og hvatti okkar fólk áfram, það munaði svo sannarlega um það þegar á reyndi. Hvatningin skilar alltaf einhverjum auka krafti til að gera aðeins meira.

Áfram Brekkuskóli!