Skólapeysur og pokar fjáröflun 10. bekkjar

10. bekkur hefur til sölu skólapeysur á 6500 kr. merkta hverjum nemanda með nafni.

Þar sem foreldrum er nú leyfilegt að koma með börnum sínum inn í skólann til að máta peysur viljum við bjóða upp á mátunar og pöntunardaga  mánudaginn 15.mars og þriðjudaginn 16.mars milli kl. 15.00-17.00 í matsal skólans, gengið inn um aðal inngang.

Einnig eru til sölu sundpokar á 3000 kr. sem merktir eru barni og skólanum.

Bæði peysurnar og pokarnir fást í nokkrum litum. 

Það má líka senda inn pöntun á netfangið hdm@akmennt.is (Hanna Dóra)